Það er með miklu stolti sem við kynnum:

Magnús & Jóhann tónleikar á Midgard Base Camp, Hvolsvelli 15. janúar 2022.
Verð á tónleika 4.000kr
Verð fyrir þriggja rétta matseðil: 6.500kr
Einungis verður hægt að kaupa miða á Midgard.
Forsala á mat+miða á tónleika verður verður föstudaginn 5. nóvember klukkan 17 á Midagard. Mjög takmarkað magn miða í boði.
Almenn miðasala hefst laugardaginn 6.nóv á Midgard og alla daga fram að tónleikum Milli 17-21.
 
Magnús og Jóhann hafa starfað saman frá 1968 og hefur samstarf þeirra skilað sér í mörgum af okkar albestu og fallegustu dægurlagaperlum.
Má þar nefna lögin;
Söknuður
Ást
Álfar
Yakety Yak
Þú átt mig ein
Ísland er land þitt
Ásamt aragrúa að fjölmörgum öðrum perlum sem eru orðin samofin þjóðarsálinni.
Hér setjast þeir vinirnir niður með gítarana og röddina að vopni. Spila sín bestu lög, segja sögur af þeim og af hvor öðrum.
Hér er á ferðinni tónleikar sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara.

 

----------------------------------------
Þriggja rétta matseðill er eftirfarandi:
Forréttur: "Heimalöguð"sveppasúpa og nýbakað brauð.
Aðalréttur: Marineruð, hægelduð lambasteik.
Eftirréttur: Pot de Creme alvöru súkkulaðifrauð.
--------------------------------------
Tónleikarnir eru styrktir af Ölgerðinni.
Hægt er að panta í gistingu á netfangið sleep@midgard.is
"Double" hótelherbergi með morgunmat 21.900kr / fyrir tvo.
Tónleikar hefjast 20:30
Hlökkum til að sjá ykkur