Sorpstöð Rangárvallasýslu boðar til opinna íbúafunda um flokkun og sorphirðu í Rangárvallasýslu. Á fundunum verður nýtt fyrirkomulag sorphirðu kynnt ásamt því að fulltrúar sorpstöðvarinnar svara fyrirspurnum.

Á fundina mætir Sævar Helgi Bragason, sem hefur verið með þættina „Hvað höfum við gert?“ á RÚV. Sævar Helgi er mikill áhugamaður um þennan málaflokk og mun vera með innlegg um úrgangsmál og endurvinnslu ásamt því að svara spurningum gesta.

Einnig mun Jón Sæmundsson hjá Verkís vera á fundunum og svara spurningum en Jón er ráðgjafi Sorpstöðvarinnar í sorphirðumálum.

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Hvolsvöllur: Í Hvolnum, þriðjudaginn 21. maí kl. 20:00

Hella: á Stracta Hótel, miðvikudaginn 22. maíl kl. 20:00