Krílaíþróttir verða í Íþróttahúsinu sunnudaginn 26. september kl. 10. Krílaíþróttir eru fyrir 2-3 ára börn og verða í umsjón Unnar Lilju Bjarnadóttur, sjúkraþjálfara.

Í Krílaíþróttunum er forráðamaður virkur með og fylgir barninu allan tímann. Planið er að byrja á 6 skiptum og ef mæting verður góð er möguleiki á að bæta við skiptum.

Nánari upplýsingar má fá hjá Unni Lilju, unnurliljabjarna@gmail.com