Jónína Ara býr í Ósló Noregi. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi um norðurlöndin frá því í sumar og ætlar að vera með nokkra tónleika á Íslandi í janúar.
Fyrstu tónleikar íslandsferðarinnar verða í Midgard Base Camp, Hvolsvelli, þar sem gestum gefst kostur á að hlíða á ljúfa tóna í notarlegu andrúmslofti staðarins.

“Ég á góðar minnngar af svæðinu, bjó þar og vann í nokkur ár, auk þess sem ég nýti hvert tækifæri til að heimsækja pabba minn í Fljótshlíðina. Ég hlakka til að deila og njóta kvöldsins í heimilislegu og notalegu andrúmslofti sem Midgard hefur skapað fyrir tónlistarmenn”

Jónína Ara gaf út sína aðra plötu haustið 2017 og hefur hún fengið góðar viðtökur.
Jónína deilir með gestum sögum á bakvið lögin sín, gerð þeirra og áhugaverðum uppákomum á lífsleiðnni.

Hægt er að hlusta á tónlistina hennar á netinu og nálgast allar upplýsingar á www.joninamusic.com

Ekki láta þetta kvöld framhjá ykkur fara og er þetta góð upphitun fyrir þorrablótin.

Tónleikar kl. 20:30
Miðaverð við hurð 2.000 kr.

Miði í forsölu á 1.500 kr. (beinn linkur á forsölu)


Hlakka til að sjá ykkur

Hægt að hlusta á tónlist á www.joninamusic.com