Hjálmar aftur á bak

Hjálmar verða með tónleika á Midgard Base Camp þann 14. júní kl. 21:00

Þó Hjálmar hafi verið lítið á stjái undanfarið má segja að þeir séu ekki af baki dottnir. Hljómsveitin hefur tekið sig saman annað slagið og hent á skeið, þó mestmegnis hafi hún farið sér hægt og fetað rólega um hljóðverið undanfarin ár. Það hafa þó komið út býsna mörg lög frá sveitinni sem nú hefur verið smalað saman á spánýja hljómplötu ásamt tveimur lögum sem aldrei hafa komið út áður. Er það tilfinning hljómsveitarinnar að lög séu í eðli sínu félagsverur, líkt og mannfólkið, og því líði þeim best í félagi við önnur lög í fallegu umslagi. Í tilefni útgáfunnar ætla Hjálmar að bregða sér aftur á bak, og fara sína fyrstu hringferð um Ísland. Hljómsveitin leikur vítt og breitt um landið frá 31. maí til 30. júní, á alls 15 tónleikum.

Miðasala fer fram á Tix.is