,,Heil heilsu“ 

Hrefna Hugosdóttir verður með fyrirlesturinn Heil heilsu í Hvolnum, Hvolsvelli, mánudagskvöldið 20. september klukkan 20:00.  

Í fyrirlestrinum fjallar Hrefna m.a. um:

  • Lykilþættir sem vert er að fylgjast með þegar kemur að persónulegri heilsu
  • Hvað er best að gera þegar viðvörunarbjöllur fara að hljóma?
  • Hvað telst til heildrænnar heilsu (líkamleg, félagsleg, andleg) og hvernig hægt er að hlúa að henni með einföldum aðferðum sem eru í senn bæði skemmtilegar og krefjandi?

 

Hrefna er hjúkrunarfræðingur og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Hrefna hefur starfað við fjölskylduvinnu hjá Auðnast og á Líknardeild LSH og sérhæft sig í sorgarúrvinnslu í mismunandi fjölskyldugerðum. Hrefna sinnir auk þess handleiðslu og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja en þar leggur hún áherslu á hagnýtar samskiptaaðferðir, streitutengda þætti og heilbrigði. Hrefna er ríkur talsmaður þess að huga þurfi að öllum þáttum heilsunnar til að ná jafnvægi í einkalífi og starfi.

Það er frítt inn á fyrirlesturinn og allir velkomnir