Loksins er komið að því....Eyjakvöld í Hvoli!

Föstudaginn 17. maí fögnum við lífinu og tilverunni þegar við sláum til Eyjakvölds í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli.

Það verður sannkölluð Þjóðhátíðarstemming, en það verða engir aðrir en Eyjamennirnir í Blítt & Létt sem verða með sérstaka Brekkusöngs stemmingu. Það er ekki á hverjum degi sem Rangæingar og Eyjamenn taka höndum saman og því má vænta einstakrar stemmingar.

Húsið opnar 20:00 en tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00.

Miðaverð kr. 2.000. - Miðapantanir í síma 866 8945, Ásta Halla, eða astahalla@gmail.com.

Höfum gaman saman og sjáumst blíð og létt í Hvolnum föstudaginn 17. maí.