Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu fer fram laugardaginn 16. október kl. 13:00 í Reiðhöllinni á Hvolsvelli (Skeiðvöllum)

Dómar byrja kl. 10:00    Sýningin hefst kl. 13:00

Boðaðir eru efstu lambhrútar úr lambaskoðun haustsins.

Koma má með gimbrar sem hafa hlotið 32mm bakvöðva að lágmarki og 18,5 fyrir læri.

Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi:

Besta hyrnda lambhrútinn

Besta kollótta lambhrútinn

Bestu hyrndu gimbrina

Bestu kollóttu gimbrina

Besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2020

Bestu 5 vetra ána úr kynbótamati ársins 2020

Ræktunarbú ársins 2020

Þykkasti bakvöðvinn.

Og síðast en ekki síst Litfegurstu gimrina - valda af áhorfendum.

Sauðfjárbændur eru hvattir til að koma með litfögur lömb í litasamkeppnina.

 - Markaður með ýmsar vörur - 

-SS styrkir sýninguna með að gefa gestum kjötsúpu-

Skráning og frekari upplýsingar hjá Lovísu 868-2539 og á Facebook: Dagur sauðkindarinnar