Hjónin Björn Bjarnason og Rut Ingólfsdóttir standa fyrir menningardagskránni Gleðistundir að Kvoslæk í ár eins og þau hafa gert svo mörg undanfarin ár.

Sunnudaginn 28. ágúst 2022, kl. 15:00 - Dagstund með Schubert og Brahms

Rut og vinir hennar, Aðalheiður, Þóra Sigurborg, Einar, Richard, Svava og Sigurður flytja hugljúfa tónlist: Zwei Gesänge op. 91 eftir Johannes Brahms, Der Hirt auf dem Felzen og Silungakvintettinn eftir Franz Schubert.