Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 15. desember n.k frá kl. 13-16 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.  Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum.  Við verðum auk þess með takmarkað magn af greni.

Boðið er uppá að fólk geti pantað tré og verður afhending föstudaginn 20. desember á Hellu og Hvolsvelli milli kl. 17-18.  Allar upplýsingar eru í símum 8692042 og 8621957. 

Með kaupum á íslensku „jólatré“ stuðlum við að minni mengun og styrkjum gott málefni. Upplagt er að fylgjast með facebook síðu Skógræktarfélags Rangæinga en þar setjum við inn fróðleik og upplýsingar. 

Að venju verður boðið uppá hressingu í skóginum, hlökkum til að sjá ykkur.