Njálurefillinn á 7 ára afmæli 02.02.20 við ætlum að vera með opið hús í Sögusetrinu og afmælisveislu frá kl. 14:00-16:00

Við fáum góða gesti og meðal annars hefur Menntamálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir þegið boð um að koma að sauma og kynnast verkefninu. Kristín Ragna hönnurður kemur og nú verðum við að krossa fingur að færðin verði góð.

Ekki er þó alveg komið að því að taka síðasta sporið og við ætlum að njóta þess aðeins lengur að sauma þessar fallegu myndir.

 

Við óskum þess að sem flestir komi við hjá okkur og fagni afmæli Njálurefilsins með okkur

Fylgist með facebook viðburði afmælisins hér.