1001 skór er stórskemmtilegur og ljúfur barnasöngleikur sem leikfélagið Verðandi setur upp. Þetta er glænýr söngleikur unninn af núverandi og fyrrverandi nemendum af listadeild Fjölbrautaskólans í Garðabæ.  

Leikverkið fjallar um íbúa Skjófjarðar, en öllum skónum í bænum hefur verið stolið. Stúlkan Hanna leggur af stað í ferðalag eftir að til að finna sökudólginn. Á leið sinni kynnist hún nýju fólki, táknmálströllum, vatnadísum og öðrum kynjaverum, sumar vinveittari en aðrar. Boðskapur leikritsins fjallar fyrst og fremst um að slæmt sé að stela og að ekki skal dæma bókina eftir kápunni.  

Þetta er langstærsta barnaleikrit sem leikfélagið hefur nokkurn tímann sett upp, með stærstu sviðsmyndina, vel unnin lög, flotta dansa, óaðfinnanlega leikstjórn og stórbrotna leikinn. En Verðandi hefur sett upp frumsamin barnaleikrit síðan 2015. Allir peningar renna til sýningarinnar Reimt sem er söngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson, sem settur verður upp í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ næsta vor.

Aldurstamark 3 ára.

Sýningin verður sýnd í Hvolnum á föstudaginn 15. nóvember klukkan 18:00 og laugardaginn 16. nóvember klukkan 14:00

Miðasala á viðburðinn fer fram hér.

Hér má skoða facebook viðburð sýningarinnar.