Vilborg Arna Gissurardóttir náði loksins á Suðurpólinn í gærkvöldi eftir 60 daga göngu. Afrekið er stórt! Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona gengur á Suðurpólinn en ennfremur er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur gengur einn, án utanaðkomandi hjálpar, á Suðurpólinn. Rangárþing eystra óskar Vilborgu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.