Þau Margrét Jóna og Þórður Freyr hafa ræktað býflugur á Uppsölum í Fljótshlíð síðan 2013 við góðan árangur og hafa framleitt stórgott hunang undir nafninu Uppsalahunang. Margrét og Þórður voru svo með hugmyndir um hinar ýmsu nytjajurtir til að hjálpa býflugunum og auka fjölbreytni í framleiðslu og fóru að rækta sinnep árið 2015. Til að stækka við sig í ár fóru þau að rækta sinnep í Gunnarsholti þar sem svínabóndi úr Laxárdal ræktar fóður fyrir svín. Samningurinn er þá þannig að bóndinn sáir fræjunum og býflugurnar koma frá Uppsölum. Vonir standa svo til að hægt verði að framleiða hunangssinnep.

Viðtalið í Landanum má sjá hér

Hér er heimasíða þeirra Margrétar og Þórðar: Uppsalir farm