2 varmadælukynningar voru haldnar í Rangárþingi eystra í byrjun desember. Jón Sæmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kynnti tæknina og Guðmundur Ólafsson, bóndi og áhugamaður um varmadælur, sagði frá sínum hugmyndum um varmadælutæknina.

Í kynningu sinni sagði Jón að varmadæla væri í raun eins og ísskápur, þ.e. flytur varma frá köldum stað til heitari og getur notkun varmadælna lækkað kyndikostnað verulega. Stofnkostnaður er hár en hægt er að fá styrk frá Orkusjóði. Nánari upplýsingar um varmadælur og reiknivél vegna kostnaðar má finna hér

Árið 1999 gerði VST forathugun á hitaveitu í hluta Fljótshlíðar og hana má skoða hér fyrir neðan:

 Forathugun á hitaveitu í hluta Fljótshlíðar