Sýslumaðurinn á Hvolsvelli skipaði 6. september sl. þriggja manna ítölunefnd fyrir Almenninga. Nefndin hefur sent sýslumanni úrskurð sinn um ítölu fyrir afréttinn og hefur hann birt hann hlutaðeigandi aðilum.

Að beiðni Landgræðslu ríkisins vann Landbúnaðarháskóli Íslands mat á beitarþoli og ástandi gróðurs- og jarðvegs á afréttinum. Niðurstaða þess mats var að afrétturinn væri óbeitarhæfur og aðeins lítill hluti hans væri algróinn. Meirihluti afréttarins, en hann er frekar lítill að flatarmáli miðað við marga afrétti landsins, væri auðnir og jarðvegsrof talsvert.

Það náðist ekki samstaða í nefndinni og komst meirihlutinn að þeirri niðurstöðu að beita mætti 50 fullorðnum ám með lömbum fyrstu fjögur sumrin. Síðan mætti fjölga þeim í 90 og síðar í 130 ær. Áhersla skyldi lögð á að fara alltaf með sömu ærnar. Þeir sem ekki vilja una niðurstöðunni og eiga hagsmuna að gæta geta kært niðurstöðuna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sem skipar þriggja manna yfirmatsnefnd að eigin vali. Nefndin skal byggja úrskurð sinn á beitarþolsmati skv. lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.

Ítölunefnd og yfirmatsnefnd ber að byggja niðurstöður sínar á beitaþolsrannsóknum og taka tilltit til sérstakra aðstæðna - eins og  t.d. öskufalls í þessu tilviki.

Lesa má úrskurð Ítölunefndar og sérálit landgræðslustjóra í heild sinni hér: Úrskurður ítölunefndar

Nánar má lesa um efnið á heimasíðu Landgræðslunnar

 

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Ítölunefndinni og yfirlitsmynd af svæðinu sem um ræðir: