Umhverfisblað Hvolsskóla Laufblaðið kemur út.

Skemmtilegt verkefni unnið í Hvolsskóla en skólinn gefur út í fyrsta skipti umhverfisblaðið Laufblaðið. Blaðinu er ætlað að veita upplýsingar um umhverfismál og kennslu í Hvolsskóla. Blaðinu er líka ætlað að fræða samfélagið um umhverfismál almennt og er það eitt af markmiðum handhafa Grænfánans en Hvolsskóli hefur verið handhafi fánans frá árinu 2008. Þá hefur skólinn m.a. unnið til verðlauna fyrir vinnu að umhverfismálum og fyrir fræðsluverkefni. Umhverfisnefnd skólans vonar að blaðið hvetji íbúa til frekari umhugsunar um verndun náttúru og umhverfis en blaðið var sent inn á öll heimili í Rangárþingi eystra.