Þær Bergrún Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir og Sabrína Lind Adólfsdóttir eru allar í U-17 landsliðshópnum sem mætir Dönum í tveim vináttulandsleikjum. Þær spila sunnudaginn 27. janúar í Kórnum í Kópavogi klukkan 13:30 og þriðjudaginn 29. janúar keppa stelpurnar svo í Akraneshöllinni á Akranesi klukkan 15:00. Rangárþing eystra sendir þeim stöllum bestu kveðjur og hvetur alla til að mæta á völlinn og styða landsliðið.