Börn í 2. - 4. bekk Hvolsskóla hafa stundað nám í Forskóla Tónlistarskóla Rangæinga í vetur og þriðjudaginn 14. maí var komið að því að sýna afraksturinn á tónleikum. Börnin í 2. og 3. bekk hafa lært á blokkflautur og spiluðu þau og sungu nokkur lög. Jens og Halldór, kennarar við tónlistarskólann, spiluðu undir. Í 4. bekk fá börnin að velja milli nokkurra hljóðfæra og að þessu sinni spiluðu krakkarnir á gítar, píanó, trompet og fiðlu. Allir hljóðfæraleikararnir á tónleikunum stóðu sig afar vel og greinilegt að metnaður hefur verið lagður í tónlistarnámið í vetur.

Hér má sjá myndir frá tónleikunum