Eftirfarandi tillaga var samþykkt á 214. sveitarstjórnarfundi Rangárþings eystra.


Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að bannað sé að tjalda eða gista í húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum eða tjaldvögnum á almannafæri utan merktra tjaldsvæða í landi sveitarfélagsins sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um náttúruvernd þar sem fram kemur að leyfilegt sé að vísa fólki sem gistir á ómerktum tjaldstæðum á nærliggjandi tjaldsvæði.