Sögusetrið á Hvolsvelli fór skemmtilega leið í morgun að því að vekja athygli á starfsemi sinni og staðsetningu en þrjár ungar stúlkur, klæddar í klæðnað frá víkingatímum, stóðu við innkeyrsluna að Sögusetrinu og veifuðu til vegfarenda. Þetta voru þær Ásta Sól Helgadóttir og Katrín Zala og Elín Eva Sigurðardætur en þær voru líflegar og skemmtilegar í framkomu og hafa vafalaust skemmt ökumönnum er keyrðu Hlíðarveginn.