Þórir Már Ólafsson bóndi tók sæti í sveitarstjórn Rangárþings eystra í dag. Hann kemur inn í staðinn fyrir Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur en hún óskaði eftir að vera leyst frá öllum starfsskyldum sveitarstjórnar á sveitarstjórnafundinum í dag. Þórir Már er fulltrúi Framsóknarmanna og annarra framfarasinna. Þórir Már bý í Bollakoti í Fljótshlíð ásamt fjölskyldu sinni. Hann er í sambúð með Sigríði Þyrí Þórarinsdóttir og saman eiga þau tvo drengi.