Ungmennaráð Rangárþings eystra stóð fyrir Tarzanleik í íþróttahúsinu á Hvolsvelli þann 27. desember síðastliðinn.
Tarzan leikur gengur út á það að þeir sem leika hann eru Tarzan og berjast í gegnum frumskóginn til að komast heim, eða ná endamarki. Ekki má koma við gólfið og eru notaðar dýnur, kaðlar, grindur, boltar og í raun hvað sem er til að stikla á yfir íþróttasalinn. Allir eru í brautinni í einu en ef þú stígur á gólfið þarftu að byrja aftur á byrjunarreit.
Leikurinn þjálfar bæði líkamlega getu og hugann því leikurinn gengur út á að finna hagkvæmustu og fljótlegustu leiðina yfir brautina.
Fjölmargir krakkar mættu og skemmtu sér konunglega í íþróttahúsinu á Hvolsvelli milli jóla og nýárs.

Auk þess að standa fyrir viðburðum fyrir ungmenni er tilgangur ungmennaráðs að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu, skapa ungmennum vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri og efla umfjöllun sveitarfélagsins um málefni er tengjast ungu fólki. 
Ungmennaráðið saman stendur af sjö ungmennum á aldrinum 15-25 ára og eru þau skipuð í ráðið af Hvolsskóla, Félagsmiðstöðinni Tvistinum, félagasamtökum, íþróttafélögum og íþrótta og æskulýðsfulltrúa.  Skipað er í ráðið á hverju ári frá 1. okt til 31. september ár hvert. 
Núverandi ráð skipa: Kristrún Ósk Baldursdóttir formaður, Oddur Helgi Ólafsson varaformaður, Valgerður Saskia Einarsdóttir ritari, Sóldís Birta Magnúsdóttir, Þorsteinn Ragnar Guðnason, Eva María Þrastardóttir og  Lovísa Karen Gylfadóttir.