Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu.

Á námskeiðinu:

- lærir þú öruggu hnífsbrögðin sem auka afköst og öryggi í tálgun með hníf og exi,

- kynnist þú ýmsum íslenskum viðartegundum, eiginleikum þeirra og nýtingarmöguleikum,

- þú lærir að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað “garðaúrgangur”,

- þú lærir að grisja tré og hvar má finna efni í einstök tálguverkefni,

- þú lærir að umgangast og hirða bitáhöld í ferskum viðarnytjum, hnífa, klippur, exi og sagir,

- þú lærir að fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á,

- þú lærir að lesa í skógarefnið út frá útliti, eiginleikum og notagildi gripanna,

- þú lærir að skefta, búa til sleif, fugl, bolla, snaga eða það sem hugur þinn og geta leyfa,

Allt efni og áhöld eru til staðar á námskeiðinu. Verið í vinnufatnaði þegar þið komið eða takið með ykkur svuntu og fatnað eftir veðri vegna skógarferðar. Hægt verður að kaupa tálguhníf á námskeiðinu fyrir þá er vilja.

Kennari: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn.

Tími: Fös. 29. apríl, kl. 16:00-19:00 og lau. 30. apríl, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 19.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)

Skráning til 25. apríl.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 4.000kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands bíður upp á nokkur spennandi námskeið á vordögum sem má sjá nánar  á vefsíðu skólans http://www.lbhi.is