Súpurölt föstudagskvöldið 28. ágúst hefst klukkan 19:00. 

Það er gríðarlega góð þátttaka fyrir súpuröltið og það eru alls átta staðir sem bjóða upp á súpu í ár. Einnig eru margir íbúar að vinna að skreytingum þessa dagana og er það mikið tilhlökkunarefni að sjá útkomuna, sem verður án efa frábær.