Sumardeginum fyrsta fagnað 

Á Sumardaginn fyrsta er mikið um að vera í Rangárþingi eystra og tækifæri til að fagna sumri með fjölskyldu og vinum. Farið verður í óvissuferð fyrir fjölskylduna í Fljótshlíð með staðarleiðsögn og er hún í boði Þorsteins Jónssonar og Kötlu jarðvangs. Skoðaðir verða áhugaverðir staðir og enda í vöfflum á Hellishólum. Lagt af stað frá Sögusetrinu klukkan 10:30-13:30 og sameinast í bíla. 
Þá verður firmakeppni Hvolhreppsdeildar Geysis haldin og hefst hún á hópreið klukkan 13:00 og keppnin sjálf hefst klukkan 14:00. Flóamarkaður kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli er haldinn í tengslum við Firmakeppnina og stendur yfir fá klukkan 13:00 – 17:00. Ýmsir nytsamir hlutir og kaffisala. Allir velkomnir