Í tilefni af jarðvangsvikunni verður í kvöld boðið upp á létta göngu og leiðsögn sem hefur hlotið nafnið Stórólfshvoll landnám og saga. Þar munu þau Lárus Bragason, Guðlaug Ósk Svansdóttir og Magnús Kristjánsson ganga um svæðið við Stórólfshvolskirkju og rekja sögu svæðisins. 

Mæting á bílaplanið við Stórólfshvolskirkju Hvolsvelli kl. 20:00 og tekur gangan um 1 klst.