Lausar lóðir til úthlutunar í Rangárþingi eystra

Rangárþing eystra auglýsir hér með eftirfarandi lóðir á Hvolsvelli og Ytri-Skógum, lausar til úthlutunar. Meðal annars eru auglýstar fyrstu lóðir í Hallgerðartúni, sem er nýtt íbúðahverfi á Hvolsvelli.

 

Hallgerðartún, Hvolsvelli: 21 lóð undir einbýlishús og 1 lóð undir 3ja íbúða raðhús

Hvolstún 21, Hvolsvelli: 1 lóð undir einbýlishús

Gunnarsgerði 5, Hvolsvelli: 1 lóð undir parhús

Gunnarsgerði 9, Hvolsvelli: 1 lóð undir einbýlishús

Nýbýlavegur 12, Hvolsvelli: 1 lóð undir parhús

Nýbýlavegur 46, Hvolsvelli: 1 lóð undir 6-8 íbúða fjölbýlishús

Nýbýlavegur 48, Hvolsvelli: 1 lóð undir 3ja íbúða raðhús

Vistarvegur 2-4, Ytri-Skógum: 1 lóð undir parhús

Vistarvegur 3, Ytri-Skógum: 1 lóð undir einbýlishús

Skólavegur 5, Ytri-Skógum: 1 lóð undir einbýlishús

 

Dufþaksbraut 7 undir iðnaðar- og athafnastarfsemi

Ormsvöllur 2, 9, 11, 15 og 17 undir iðnaðar- og athafnastarfsemi.

Umsóknareyðublað, nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála má nálgast á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli.

Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra. Umsóknarfrestur er til 21. mars 2021.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið bygg@hvolsvollur.is.

 

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi