Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

Mið-Dalur A2 og A4 – Lýsing aðalskipulagsbreytingar

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Breytingin felur í sér að lóðunum Mið-Dalur A2 og A4, sem eru landbúnaðarlandi (L), er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ). Svæðið sem um ræðir er ca 3,5 ha að stærð.

Ofangreind skipulagslýsing verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 6. september 2021 kl. 10:00 – 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 20. september 2021.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Kirkjulækjarkot lóð 2 – Deiliskipulagstillaga

Skipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, skemmu og gestahúsi/geymslu. Heildarbyggingarmagn er ca 240 m2. Stærð lóðar er ca 1,2 ha.

 

Borgir – Deiliskipulagstillaga

Skipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2. Stærð lóðar er ca 1,5 ha.

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1. september nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 13. október nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi