Það er alltaf gott að gleðja aðra og nú á þessum skrítnu tímum má með sanni segja að það á sérstaklega við þegar kemur að því að gleðja eldri borgarana okkar. Sigrún Jónsdóttir, listamaður á Ásvelli í Fljótshlíð, hefur lánað Kirkjuhvoli nokkur falleg málverk til að hengja upp og njóta. Verkin eru litrík og skemmtileg og lífga upp á rýmið sem búið er að hengja þau upp í og ylja hjartaræturnar nú þegar hertar samkomureglur eru í gildi. Sigrún á sannarlega þakkir skildar fyrir lánið á myndunum.