Samúel Örn nýr dagskrárgerðarmaður á Suðurlandi 

RÚV hefur ráðið Samúel Örn Erlingsson í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns á Suðurlandi. Samúel hefur mikla reynslu sem fréttamaður. Samúel mun flytja fréttir af Suðurlandi auk þess að vinna dagskrárefni fyrir RÚV. Hann verður hluti af öflugu teymi starfsmannahóps RÚV um allt land sem taka virkan þátt í að miðla lífinu í landinu til fólksins í landinu, eins og fram kemur á vef RÚV. Samúel Örn verður með aðsetur á Hellu. 

Rangárþing eystra fagnar nýjum áherslubreytingum hjá RÚV og býður Samúel Örn Erlingsson velkominn á Suðurlandið.