Nýr samningur sveitarfélagsins við Dímon 

Sveitarfélagið Rangárþing eystra og Íþróttafélagið Dímon hafa gert með sér samning sem er ætla að efla samstarf og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samstarfssamningurinn felur í sér styrk frá Rangárþingi eystra til Íþróttafélagsins Dímonar að fjárhæð kr. 3.450.000. árið 2015 og kr. 3.900.000. árið 2016. Myndin var tekin við undirritun samningsins, frá hægri Ísólfur G. Pálmason sveitarstjóri, Ásta Laufey Sigurðardóttir formaður íþróttafélagsins Dímonar og  Ólafur Örn Oddsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.