Rangárþing eystra og Skógrækt ríkisins hafa undirritað samning um grisjun Tunguskógar í Fljótshlíð sem sveitarfélagið á. Samningurinn er til eins árs og hljóðar upp á að Skógræktin tekur að sér grisjun í völdum reitum og fær timbur sem til fellur upp í kostnað. Hvolsskóli nýtur einnig góðs af samningnum því skólabörn munu heimsækja skóginn og vinna að ýmsum verkefnum auk þess að fá fræðslu. Í viðtali við Dagskránna segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður, að þar sem Tunguskógur sé innan Tumastaðaskóganna og Rangárþing eystra hefur ekki haft burði til að sinna grisjun skóganna þá sé þessi samningur verulega góður fyrir báða aðila. Skógræktin vill efla starfsemi sína á Tumastöðum og þetta mun skapa ný störf. Í Tunguskógi er gott útivistarsvæði með gönguleiðum sem fólk er hvatt til að nýta sér.
Fréttina í Dagskránni má sjá hér

Hér er einnig frétt frá Stöð 2 um samninginn og gildi hans fyrir sveitarfélagið