Reglur um styrki til nema í leikskólafræðum samþykktar 


Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum í morgun, 13. ágúst 2015, reglur um styrki til nema í leikskólafræðum í Rangárþingi eystra. Með nýjum reglum er leitast við að koma til móts við þá nema sem stunda háskólanám í leikskólafræðum og annað hvort vinna í leikskólanum Örk eða hafa áform um að gera það. Markmið með reglunum er að reyna fjölga fagmenntuðu starfsfólki í leikskólanum Örk. Styrkþegar verða að eiga lögheimili í sveitarfélaginu, eða vera starfsmaður í leikskólanum Örk í a.m.k. 50% hlutafalli þegar sótt er um styrk. Sjá má reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Rangárþingi eystra 2015-2020.pdf