Rangárþing eystra óskar eftir hugmyndum

Við viljum heyra í þér!

Rangárþing eystra fékk á dögunum fjárveitingu frá Alþingi til að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf og til að styrkja stoðir sveitarfélagsins. Eitt af þeim verkefnum sem Rangárþing eystra ætlar að ráðast í vegna þessa fjárstuðnings er greiningarvinna og átak til að innleiða heilsueflandi aðgerðir í sveitarfélaginu.

Frá því í sumar hefur starfshópur um innleiðingu Heilsueflandi samfélags unnið hörðum höndum að verkefninu. Nú óskar starfshópurinn eftir hugmyndum frá íbúum að heilsueflandi verkefnum fyrir samfélagið okkar. Allar hugmyndir eru vel þegnar og munið að engar hugmyndir eru vondar hugmyndir. Hugmyndirnar verða svo flokkaðar, birtar (nafnlaust) og mun svo starfshópurinn leggja mat á hverja hugmynd fyrir sig og framkvæma eftir getu.

Vinsamlega sendið hugmyndir á netfangið heilsueflandi@hvolsvollur.is fyrir 25. nóvember 2020.

Nánari upplýsingar um heilsueflandi samfélag Rangárþing eystra er hægt að finna á https://www.hvolsvollur.is/is/ibuar/heilsueflandi-samfelag/heilsueflandi-samfelag

Fyrir hönd stýrihóps um Heilsueflandi samfélag Rangárþings eystra,

Ólafur Örn Oddsson, íþrótta og æskulýðsfulltrúi.