Velferðarnefnd sveitafélagsins samþykkti á fundi sínum þann 29. janúar s.l. tillögu þess efnis að sveitarstjórn kjósi þriggja manna nefnd til að vinna að móttökuáætlun fyrir fólk sem flytur í sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkti, á fundi sínum þann 12. febrúar, að skipa í starfshóp um gerð móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í sveitarfélaginu. Fulltrúar í starfshópnum eru Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner og Kristján Fr. Kristjánsson. Nefndin hefur hafið störf.