Þann 17. ágúst nk. mun Rangæingafélagið fara í sumar- og óvissuferð sem endar með grilli og kvöldvöku í Hvoli á Hvolsvelli. Þar verða ljúfir tónar spilaðir meðan á matnum stendur og dansmúsík eftir matinn þannig að gestir gætu fengið sér snúning eftir að hafa gætt sér á grillkjötinu. Þeir sem vilja koma í Hvol á laugardagskvöldið og hitta brottflutta Rangæinga er velkomið að koma með mat sjálfir á grillið og taka þátt í gleðinni með ferðalöngunum þar. Áætlað er að kveikt verði í grillinu um kl. 18:00.

 Nánari upplýsingar má fá hjá Gunnari Guðmundssyni, formanni Rangæingafélagsins, s: 893-2761.