Rafbókaveitan Emma.is, í samstarfi við Þorgrím Þráinsson, hefur ákveðið að bjóða grunnskólanemum 8 af bókum Þorgríms að gjöf. Bækurnar eru á rafbókaformi og geta því börn og unglingar, ásamt öðrum áhugasömum, sótt bækurnar frítt og lesið á öllum lestækjum, svo sem iPad, iPod touch, Kindle, snjallsímum með Android eða Windows, PC tölvum eða Mac.

Starfmenn Emmu hafa unnið að því í sumar að færa eldri bækur Þorgríms Þráinssonar á stafrænt form. Bækurnar sem Emma og Þorgrímur gefa eru:

- Með fiðring í tánum (frá 1998), - Bak við bláu augun (1992), - Lalli ljósastaur (1992), - Spor í myrkri (1993), - Sex augnablik (1995), - Svalasta 7an (2003), - Undir 4 augu (2004) - Litla rauða músins (2008).

Það er von Þorgríms og aðstandenda Emmu að þessi veglega bókagjöf hvetji grunnskólanemendur til þess að lesa meira og nýta sér nýja tækni til lestursins. Þorgrímur hvetur Skólayfirvöld, foreldra og krakka til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að nálgast bækurnar, hlaða þeim niður og lesa aftur og aftur.

Bækurnar er hægt að sækja á emma.is, frítt skólaárið 2012-2013, og má nálgast þær hér