Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Rangárþings eystra.

Haustúthlutun 2021

Rangárþing eystra auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Rangárþings eystra fyrir haustúthlutun 2021 sbr. reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum. Styrkupphæðin er samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

Umsækjendur um styrk úr Menningarsjóði Rangárþings eystra geta verið lögráða einstaklingar, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki sem koma að menningu í sveitarfélaginu. Umsækjendur með lögheimili í Rangárþingi eystra geta einnig sótt um styrk þó verkefnið fari fram utan sveitarfélagsins.

Með umsókninni verður að fylgja:

  • Lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímaramma.
  • Kostnaðaráætlun.
  • Tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni, ef við á.
  • Upplýsingar um umsóknaraðila.

Ekki eru veittir ferðastyrkir eða rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbótastyrkir.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur ákvörðun um úthlutun styrkja samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum að fengnu áliti menningarnefndar Rangárþings eystra.

Umsóknum á að skila á eyðublaði sem finna má á https://www.hvolsvollur.is/is/mannlif/menning/menningarsjodur-rangarthings-eystra

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2021.

Menningarnefnd Rangárþings eystra