Ómar Diðriks og Sveitasynir eru þessa dagana að undirbúa þriggja tónleika röð með þremur kórum úr Rangárvallasýslu en það eru Hringur kór eldri borgara, Kirkjukór Odda og Þykkvabæjarkirkna og Hekluraddir ungmenna kór. Kristín Sigfúsdóttir er stjórnandi Hrings og kirkjukórsins en Hekluröddum  er stjórnað af Ómari Diðrikssyni fyrir Grunnskólann á Hellu og Kristínu Sigfúsdóttur fyrir Odda og þykkvabæjarkirkjur en kórinn er samstarfsverkefni skólans og kirknanna. 

Tónleikarnir verða í Menningarheimilinu á Hellu 24 apríl (sumardaginn fyrsta) kl 20:00 , Ásólfsskálakirkju yndislegri kirkju undir Eyjafjöllum laugardaginn 26 apríl kl. 14:00 og svo síðast en ekki síst í Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. mai kl:17:00. Söngurinn brúar kynslóðabilið  og er Kynnslóðabrúin svo sannarlega viðburður fyrir alla fjölskylduna. Efnisskráin samanstendur af gömlum og nýjum lögum Sveitasona í útsetningu Guðmundar Eiríkssonar píanóleikara. Aðangseyrir á tónleikana verður kr. 1500 en grunnskólabörn fá frítt.