Tvennar nýjar tillögur um miðbæjarskipulagið hafa verið birtar á Íbúavef Rangárþings eystra. Tillögurnar eru niðurstöður umræðna í vinnuhóp um miðbæjarskipulag í samstarfi við landslagsarkitekta hjá Landmótun sf.. Í vinnuhópnum situr sveitarstjórn Rangárþings eystra ásamt Antoni Kára Halldórssyni, skipulagsfulltrúa og fékk hópurinn nokkrar tillögur til skoðunar. Eftir vandlega yfirferð og umræður var hægt að útbúa þær tvær tillögur sem nú er hægt að skoða á íbúavefnum. Ákveðið var að gera tillögurnar aðgengilegar fyrir íbúa sveitarfélagsins því nauðsynlegt er að fá hugmyndir og álit íbúa inn í þá flóknu vinnu sem skipulag miðbæjarsvæðisins á Hvolsvelli er. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur íbúa til að láta skoðun sína í ljós, velta á milli sín hugmyndum og nýta hér tækifærið til að tjá sig um tillögurnar.

Rétt er að geta þess að tillögurnar sem hér birtast eru aðeins vinnutillögur og geta því tekið breytingum þegar lengra kemur í skipulagsferlinu.

Hér er hægt að komast beint inn á Íbúavef Rangárþings eystra.