Mömmumorgnar hafa verið haldnir á þriðjudögum milli 10 og 12 í Hvolnum á Hvolsvelli. Þar hafa bæði mæður og börn hist og notið samverunnar og eru mæðurnar flestar sammála að þetta sé mjög góð tilbreyting í tilveruna. Börnin hafa verið á aldrinum 1 - 12 mánaða og það er gaman að sjá hvað þau njóta þess að umgangast og kynnast öðrum börnum. Allar mæður og verðandi mæður eru velkomnar.

Hér má sjá myndir frá einum mömmumorgni