Ólafur Túbals og Lára Eyjólfsdóttir
Ólafur Túbals og Lára Eyjólfsdóttir

Stjórn minningarsjóðs Ólafs Túbals og Láru Eyjólfsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega listamenn, sem búsettir eru í Rangárvallasýslu, til náms í myndlist, tónlist og leiklist.

Umsóknir þurfa að uppfylla ofangreind skilyrði og í þeim þarf að greina stuttlega frá æviferli og því námi sem sótt er um styrk til.

Að jafnaði eru ekki veittir styrkir til barna á grunnskólaaldri.

Umsóknir sendist til Óskars Magnússonar, Sámstaðabakka, 861 Rangárþingi eystra eða á netfangið om@mo.is.

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2019.

Stjórn minningarsjóðsins

Óskar Magnússon, sr. Halldóra Þorvarðardóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason.