Árshátíð miðstigs, 5.-7.bekkjar, í Hvolsskóla Hvolsvelli

Fimmtudaginn 16.febrúar var árshátíð hjá miðstigi í Hvolsskóla. Viðfangsefnið voru verk eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren. Nemendur í 7.bekk sýndu þætti úr Emil í Kattholti, nemendur í 6. bekk sýndu þætti úr Ronju Ræningjadóttur og 5.bekkur sýndi þætti úr Línu Langsokk, sem þau sömdu sjálf. Æfingar fóru fram á skólatíma undir leiðsögn umsjónakennara. Boðið var upp á tvær sýningar og var sú fyrri klukkan 9:00 og sú seinni klukkan 13:00. Sýningarnar heppnuðust mjög vel og nemendur stóðu sig alveg frábærlega.

f.h. Hvolsskóla

starfsfólk miðstigs

 

Fleiri myndir frá árshátíðnni má finna í myndasafninu