Í tilefni 80 ára afmælis Hvolsvallar verður Ljósmyndavefur Rangárþings eystra opnaður þann 1. september nk. Nú leitum við til íbúa sveitarfélagsins sem gætu lumað á gömlum eða nýjum myndum sem mætti varðveita á vefnum. Hægt er að koma með myndir til að skanna á skrifstofu Rangárþings eystra, senda þær í tölvupósti á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða hafa samband við Árnýju Láru, markaðs- og kynningarfulltrúa, í síma 488 4200/846 7276 um aðrar ráðstafanir.