Kjötsúpunefnd leitar til íbúa sveitarfélagsins að taka myndir af fólki sem búsett er á Hvolsvelli 2013 og húsum þorpsins. Hægt er að senda myndirnar á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða skila þeim útprentuðum á skrifstofu Rangárþings eystra. Munið að merkja myndirnar með upplýsingum um ljósmyndara og  myndefnið. Myndirnar verða hengdar upp til sýnis í bragganum á Kjötsúpuhátíð og verða síðan geymdar um ókomin ár sem heimild um Hvolsvöll, 80 ára.

 

Skilafrestur er til 28. ágúst 2013.

Myndina hér að ofan tók Júlíus Guðjónsson og er hún gott dæmi um myndefnið á sýningunni