Þann 17. desember voru litlu jólin haldin hátíðlega í Hvolsskóla. Dagskráin var með hefðbundnu sniði  og byrjuðu nemendur á öllum stigum á samverustund með sínum umsjónakennara. Eftir að hafa hlustað á jólaguðspjallið og jólasögu var farið í pakkaleik. Yngsta og mið stig fóru svo inn í matsal og hlustuðu á hugvekju hjá Séra Axel Árnasyni í Odda og síðan var dansað í kringum jólatréð. En elsta stigið fór út í íþróttahús og tók þátt í hinnu sívinsælu Gettu betur spurningakeppni þar sem 9. bekkur sigraði. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir komu í heimsókn og í lokin fengu nemendur afhentar einkunnir.

Í Leikskólanum Örk hittust öll börnin á sal, dönsuðu og sungu við undirleik Ísólfs Gylfa og Einars Viðars, þar til jólasveinarnir runnu á hljóðið. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig stemningin var.