Litla gula hænan verður sýnd á Gamla róló á Hvolsvelli í dag klukkan 17.00

Leikhópurinn Lotta hefur heillað fjölskyldur undanfarin ár með líflegum og skemmtilegum sýningum sem þeir hafa sýnt víða um land. Þar má meðal annars nefna Hróa Hött, Gilitrutt og Stígvélaða köttinn.


Í sumar mun leikhópurinn setja upp leikritið um Litlu gulu hænuna og mun flétta saman tveimur þekktum ævintýrum sem eru Litla gula hænan og Jói og baunagrasið.

Sýningarnar fara fram undir berum himni og verður sýningin á Hvolsvelli þann 20. júní klukkan 17:00. 
Upplagt er að taka með sér teppi til að láta fara vel um sig og jafnvel nesti fyrir börnin.