Það var góð mæting á fyrirlesturinn „Lífstíll og heilsa“ hjá Elísabetu Kristjánsdóttur, sem haldinn var í gær í fjarfundarstofu Tónlistarskólans á Hvolsvelli.  Elísabet fór yfir hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki ofl. Hún kenndi okkur hvað á að forðast í mataræðinu. Reyna að skipta út smjöri fyrir olíu, minnka saltneyslu og að sjálfsögðu það mikilvægasta að drekka vatn. Hreyfing er að sjálfsögðu stór þáttur en það er nóg að bryja á 30 mínútum á dag, ganga rösklega og bæta smá saman í. Á meðfylgjandi mynd má sjá áhugasama nemendur fylgjast með.