Leikjanámskeið á vegum Dímon og Rangárþings eystra verða haldin með svipuðu sniði í sumar og síðustu ár. Það verða 3 námskeið og það fyrsta byrjar 27. maí nk. Námskeiðin verða frá kl. 9 - 16 en ef börnin þurfa gæslu frá kl: 08:00 til 09:00 og frá 16:00 til 17:00 þá er það í boði fyrir auka gjald.


Verið er að leggja lokahönd á dagskrá leikjanámskeiðsins og munu nánari upplýsingar birtast hér á heimasíðunni í byrjun næstu viku.